Birt af: Æsa | 8. desember 2008

Gröna Lund

Um helgina skelltum við íslensku stúdentarnir í stokkhólmi okkur í Gröna Lund.  Þetta er svona semí Tívolí með rússíbönum og fleiru. Þeir eru aðallega opnir á sumrin, en núna fyrir jólin eru þeir opnir um helgar og með jólþema.  Það var því skemmtileg jólastemming á okkur Íslendingunum, drukkin jólaglögg, borðaðar piparkökur og svo settumst við auðvitað öll hjá jólasveininum

Jólasveininn spurði hvaðan við værum, það var auðvitað ekki logið að Jóla, svo það var svarað Ísland. „Ísland, jáhh ég drakk Svarta Dauða í 27 ár“.

Fékk símhringingu frá Mömmu á föstudaginn, það var að berast til mín póstur (eiginlega í fyrsta skipti  síðan ég flutti út). Umslagið innihélt útskriftarskírteinið mitt í verðbréfamiðlun, þannig að nú er ég orðin löggiltur verðbréfamiðlari og það sem meira er ég er yngsti löggilti verðbréfamiðlarinn á Íslandi. Ég er svo sérstök að ég hef gaman af svoleiðis… Annars var nú systir mín að benda mér á það að það væri nú ekkert sérstaklega vel liðið að vera verðbréfamiðlari á Íslandi í dag. Hefði kannski ekkert átt að vera að segja frá þessu…

Bakaði amerískar súkkulaðijólasmákökur í kvöld, þarf nauðsynlega að hafa svona með í jólaprófin, sem byrja í næstu viku. Ég kem svo heim eftir 15 daga, vona bara að það verði ekki vont veður.

Auglýsingar
Birt af: Æsa | 7. október 2008

Af íbúðarleit

Ég skildi ekkert í því af herju það kommentaði aldrei neinn á seinustu færslu, verð eiginlega að viðurkenna að hluti af mér (litla barnið í mér) varð örlítið sár.  Var síðan að skoða stjórnkerfið betur hérna og þá þarf ég víst að samþykkja öll komment (eða hvern aðila allavega einu sinni). :S

Myndirnar mínar hef ég verið að setja inn hér: http://picasaweb.google.com/hilduraesa , þarna má sjá bæði myndir af nýju íbúðinni, af gámnum sem ég var í og einhverjar túrhesta myndir.

Íbúðaleitin gekk talsvert brösuglega hérna til að byrja með. Annaðhvort svaraði fólk aldrei símanum sínum eða að það var búið að leigja íbúðina út þegar ég loksins náði í það. Ég varð því talsvert ánægð með mig þegar ég hringdi út af einu herbergi í Norrmalm,  (ekki langt frá skólanum) og náði að tala við gaurinn, fékk að koma að skoða eftir klukkutíma (það er 40 min lestarferð frá Kista þarna niðureftir). Leigan var svona í hærri kantinum, en stóð samt að þetta væri 35 fermetrar svo ég fór með opnum hug. Boy was I wrong.

„Herbergið“ samanstóð af því að gaurinn hafði keypt svefnsófa og komið honum fyrir í eldhúsinu hjá sér. Inni í „herberginu“ var sem sagt: svefnsófi, ísskápur, eldavél, eldhússkápar og margt fleira sem tilheyrir eldhúsi (að vísu ekkert eldhúsborð) Plássið þarna inni var mjög lítið, svefnsófinn komst réttsvo fyrir, gæti ímyndað mér að „herbergið“ væri í heildina 8 fermetrar. Gaurinn var síðan að tala um að yfirleitt borðaði hann morgunmat í hér (gerði ráð fyrir að það sé í eldhúsinu sem hann var að leigja út), yfirleitt aldrei hádegismat og stundum kvöldmat. Til að toppa þetta þá voru engar dyr á „herberginu“, bara svona upphengdar gardínur! Hann fékk þessa sniðugu hugmynd að leigja eldhúsið sitt út af því hann er sölumaður og með óstöðugar tekjur! Þessi herlegheit ætlaði hann að leigja út á 4000 SEK á mánuði. Ég þakkaði honum fyrir að leyfa mér að skoða „herbergið“ og flúði eins hratt og ég gat í burtu.

Ég fékk svo íbúðina sem ég er í í þessari sömu viku. Sá maður auglýsti bara í gegnum KTH og var það ég og einhver dönsk stelpa í doktorsnámi sem fengum að skoða.  Auðvitað endaði þetta 14-0 fyrir Íslandi. Hjónin sem ég er að leigja af hefur nefnilega alltaf langað að fara til Íslands svo þetta endaði á að við töluðum heilmikið um hvenær þau ættu að fara og hvað þau ættu að gera á Íslandi. 🙂

Laugardagurinn varð IKEA dagurinn mikli (6.9.2008) . Ég keypti mér rúm, borð, sófa og svona allt það helsta sem þarf í íbúðir.  Varð meira að segja þannig að ég þurfti að hringja sérstaklega heim svo að þeir hleyptu kortinu mínu í gegn, er víst einhver áhættustýring þannig að þú getur ekki tekið hærri færslu en 100 þús ISK á einu bretti. Var ekkert sérstaklega gaman að standa við kassa í IKEA (brjáluð röð) og bíða með (tilvonandi) dótið mitt á meðan ég náði samband við þjónustufulltrúa á Íslandi.

Undir lokin var ég svo komin með 3 kerrur (ein undir dótið sem ég sótti í búðinni og svo ein undir rúmið og ein undir svefnsófann sem er sótt úr vöruheimtingunni), mæli með því að fólk prófi að vera eitt í IKEA með þrjár kerrur, reynir á vissa sjálfsbjargarviðleitni að koma þeim frá A til B.
Íbúðin mín er algjört æði. Stórt eldhús (alltof stórt), gott baðherbergi, hol, og svo stofa/svefnherbergi í einu rými.

Teddý og Frímann voru síðan algjört æði og hjálpuðu mér að setja saman húsgögnin. Frímann er kominn í góða þjálfun að setja saman þessa tegund af svefnsófum, því ég keypti alveg eins sófa og þau.

Ef ég reyni að hoppa aðeins inn í nýrri fréttir, þá eru prófin handan við hornið (23. og 24. okt), að vanda þá er þeim að takast að koma aftan að mér. Gleðin við það er samt að Edda og Urður ætla að kíkja í heimsókn helgina eftir prófin :o)

Nenni ekki að líma myndirnar af íbúðinni hérna inn.  Þær ætti að vera hægt að finna hér.

Birt af: Æsa | 5. september 2008

Komin með húsnæði

Það var heilmikil gleði hjá mér í gær, þegar ég fékk að vita að ég væri komin með íbúð.

Slottið er 53 fermetra 1,5 herbergja íbúð í Gardet hverfinu hér í Stokkhólmi, í c.a. 20 min göngufjarlægð frá skólanum. Ég mun leigja þetta allavega fram til júní á næsta ári 🙂

Myndir koma seinna.

Birt af: Æsa | 3. september 2008

Mikið að gerast

Talsvert hefur gerst hjá mér, en lítið á þessari síðu. Mér til varnar þá er ég ekki með aðgang að netinu í gámnum mínum (já þetta minnir mig svoldið á vinnubúðirnar hjá Káranhjúkum).

Mynd af gámnum minum

Mynd af gámnum mínum

Stúdíóíbúðin sem ég er í er heldur lítil, það sem ég finn helst að henni, er að ég hef enga aðstöðu til að geyma bækurnar mínar, og ekki nægilega mikið pláss til að geyma vetrarfötin mín.  Því miður fattaði ég ekki að taka „fyrir“ myndir, en þetta var mjög hrátt þegar ég kom. Eftir fyrstu ferðina í IKEA, þá fór samt allt að birta til, komnir púðar á rúmið og þetta er orðið svona aðeins meira „heimili“.

Rúmid mitt

Rúmid mitt

Matarbordid

Matarbordid

Á meðan herbergisfélagin var ókomin, þá leit hennar hlið sviað út og mitt þegar ég kom.
(Takið eftir gula litnum á lakinu sem var á því (ojjjj), ég valdi rúmið sem var ekki með gult lak)

Rúm herbergisfélagans

Rúm herbergisfélagans

Ég eitthvad ad reyna ad sýna bilid a milli rúmanna

Ég eitthvad ad reyna ad sýna bilid a milli rúmanna

Eins og sést þá er nándin þarna talsverð, mér sýnist að það sé ekki mikið meira en 1 m á mili rúmanna.

Var að vísu frekar gaman að kíkja inn á klósett og þar sá ég hitavantskút (eins og var alltaf á Klaustri þegar ég var minni) og rafmagnsofn (var líka alltaf svoleiðis á Klaustri) En það besta var samt þetta:

Má ekki hylja

Má ekki hylja

Það sést að vísu aðeins hvað ofninn er skítugur. Það þurfti gjörsamlega að taka stórþrif á íbúðinni. Veggirnir voru svo skítugir að rykið stóð út úr veggjunum! En ég tók endanlega ákvörðun um að fara út sem fyrst þegar ég sá þetta:

Ojjjjjj

Ojjjjjj

Hefur líklega ekki verið þrifið í nokkur ár!

Ég hef auðvitað brallað ýmislegt fleira en að fara í IKEA og þrýfa íbúðina. Tók túrhestadag með Teddý og Frímanni. Þar sem við fórum meðal annars upp í turninn í Stadshuset: (gangurinn þar upp var mjög þröngur)

Teddy og Frimann á ganginum

Teddy og Frímann á ganginum

 

Ég og Gamli Stan

Ég og Gamli Stan

Ég er svo auðvitað byrjuð í skólanum. Námið lýtur mjög vel út, og ég gjörsamlega elska það að vera í svona gömlum skóla, vera í svona gamalli byggingu sem er eldri en VRII en lýtur samt mun betur út. Við vorum 5 að byrja í mastersnáminu í Mathematics núna. Einn frá Svíþjóð, einn frá þýskalandi, einn frá Japan og ein frá Kína, að auki er einn skiptinemi með okkur, hún er frá Frakklandi.
En talandi um skólann, ég þarf að fara að koma mér í tíma. Fleiri myndir má sjá á:  http://picasaweb.google.com/hilduraesa/StokkholmFyrstuDagar#

Það nýjasta í fréttum er að sú sem er með mér í herbergi er komin.  Mun reyna að blogga seinna um íbúðaleitina og fleira.

Birt af: Æsa | 20. ágúst 2008

Komin til Sverge

Er buin ad setja saenska simanumerid mitt inn a hafa samband siduna. Ef ykkur vantar lykilord thangad inn, setjid tha komment her vid eda sendid mer email.

Íbúdin er ekki hraedileg, godur isskapur og allt i lagi klosett, en ég held ad thetta se allt of litid fyrir tvo. Er ad visu ein, enn sem komid er.

kvedjur fra Svíthjod

Birt af: Æsa | 18. ágúst 2008

12 Tímar

Eftir 12 tíma verð ég komin út á keflavíkurflugvöll.

Jæks.

Eins og staðan er núna þá mun ég fara út með u.þ.b. 20 kg í töskunni + eitthvað í handfarangri. Restin mun verða send á eftir mér. Ég er komin með 25 fermetra stúdíóíbúð sem mér var úthlutað af skólanum. Þetta er að vísu svona shared íbúð, sem þýðir að við verðum tvær í 25 fermetrum. Herbergisfélaginn minn mun verða stelpa frá Hvítarússlandi sem ég vona innilega að taki ekki mikið pláss :).

Flokkar